Himinhátt til lofts í 66 fm íbúð í Garðabænum

Íbúðin er fallega innréttuð.
Íbúðin er fallega innréttuð. Samsett mynd

Það er ekki hægt að segja að fólk fái inni­lok­un­ar­kennd í þess­ari 66 fm íbúð við Garðatorg. Það er óvenju­hátt til lofts í íbúðinni eða um þrír metr­ar sem er miklu meira en geng­ur og ger­ist. Í íbúðinni eru sval­ir sem snúa í suður og eru þær 5,3 fm. 

Íbúðin er vel skipu­lögð og er hver ein­asti fer­metri nýtt­ur til fulls. Í íbúðinni, sem er í blokk sem reist var 2017, er eitt svefn­her­bergi sem stát­ar af góðu skápaplássi. Í íbúðinni er baðher­bergi með op­inni sturtu og upp­hengdu sal­erni og er pláss fyr­ir þvotta­vél og þurrk­ara á baðher­berg­inu.

Hvítt gler á milli skápa 

Eld­hús og stofa eru í sam­eig­in­legu rými. 

Í eld­hús­inu er Schmidt-inn­rétt­ing frá Parka sem er höldu­laus. Það er pláss fyr­ir allt það helsta í eld­hús­inn­rétt­ing­unni eins og stór­an ís­skáp, uppþvotta­vél og ör­bylgju­ofn. Tæk­in eru frá AEG. Á milli skápa er hvítt gler sem gef­ur eld­hús­inu snyrti­legt yf­ir­bragð. 

Heim­ilið er inn­réttað með nú­tíma­leg­um hús­gögn­um og fal­leg­um ljós­um. 

Hátt er til lofts í íbúðinni sem setur mikinn svip …
Hátt er til lofts í íbúðinni sem set­ur mik­inn svip á hana.

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Garðatorg 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda