Guðrún Hafsteins jólaskreytti ráðherraskrifstofuna á meðan hinir pökkuðu saman

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er komin í óendanlegt jólastuð.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er komin í óendanlegt jólastuð. Samsett mynd

Það er mikilvægt að gera hlýlegt í kringum sig og á þessum árstíma geta jólaljós hresst fólk við andlega. Það finnst Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra líka því hún sagði frá því á félagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi að hún væri að skreyta ráðherraskrifstofuna. 

„Byrjuð að jólaskreyta ráðherraskrifstofuna,“ skrifar hún undir myndina sem hún birti á Instagram.

Á sama tíma hafa ráðherrar eins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún væri að pakka skrifstofunni í kassa eftir síðustu ár enda óvíst hvað tekur við.

Hvað um Kristrúnu, Þorgerði og Ingu Sæland?

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í kjölfar kosninganna sem fram fóru á laugardaginn var. Ekki liggur fyrir hvort Kristrún nái að mynda ríkisstjórn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. 

Eins og gefur að skilja gæti það tekið óratíma að reyna að mynda næstu ríkisstjórn og er þá ekki bara gott að vera í geðveiku jólastuði á meðan eins og Guðrún Hafsteinsdóttir ætlar augljóslega að gera. Ekki nema hún hafi svona litla trú á að þetta þríeyki nái saman og bíði bara eftir að hún og hennar mannskapur verði kallaður að borðinu. 

Þegar stórt er spurt er fátt um svör! 

Hvítar ljólaljósaseríur í glugga skapa jólalega stemningu.
Hvítar ljólaljósaseríur í glugga skapa jólalega stemningu. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda