„Ég ætlaði ekki að verða svona frægur fyrir fíflalæti“

Erpur Eyvindarson er gestur Haraldar Þorleifssonar í hlaðvarpsþættinum Labbitúr.
Erpur Eyvindarson er gestur Haraldar Þorleifssonar í hlaðvarpsþættinum Labbitúr.

Erp­ur Ey­vind­ar­son er gest­ur í hlaðvarpsþætti Har­ald­ar Þor­leifs­son­ar, Labbit­úr. Erp­ur er þekkt­ur und­ir lista­manna­nafn­inu BlazRoca. Har­ald­ur, eða Halli eins og hann er kallaður, ræðir við Erp á ein­læg­an og heiðarleg­an hátt um fer­il þess síðar­nefnda, ís­lensku rapp­sen­una og hvernig ferðalög hafa mótað lífsviðhorf hans. 

Erp­ur byrjaði snemma að feta sig inn á braut­ina sem hef­ur gert hann að ein­um af mik­il­væg­ustu lista­mönn­um Íslands. Hann rifjar upp stofn­un Rímnaflæðis, fyrstu keppn­inn­ar í ís­lensku rappi, og hvernig það þróaðist yfir í hinn goðsagna­kennda hóp XXX Rottweiler hund­ar. Hann lýs­ir þess­um tíma sem hrárri spreng­ingu sköp­un­ar þar sem stemn­ing­in var mik­il og markaður fyr­ir ís­lenskt rapp lítt þróaður.

Erpur Eyvindarson.
Erp­ur Ey­vind­ar­son. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Ekki láta ein­hver markaðstrýni eiga þig

„Við ætluðum ekki einu sinni að vera eitt­hvað form­legt band fyrst. Þetta var bara stemn­ing og ástríða fyr­ir því að búa til tónlist á ís­lensku," seg­ir Erp­ur. Þegar fyrsta plata Rottweiler hund­anna sló í gegn, með lög­um eins og „Beygla“, breytt­ist allt – þeir urðu stór­ir á einni nóttu. 

Erp­ur seg­ir þó að frægðin hafi ekki alltaf verið auðveld. Á sama tíma og hann varð þjóðþekkt­ur sem rapp­stjarna, öðlaðist hann líka óvænta sjón­varps­frægð með karakt­ern­um Johnny Nas í sketsaþátt­um.

„Ég ætlaði ekki að verða svona fræg­ur fyr­ir fífla­læti" seg­ir hann hlæj­andi. „En svo bara fór þetta af stað, og maður nýtti sviðsljósið til að draga góðar hug­mynd­ir fram.“

Í sam­tal­inu dýf­ir Erp­ur sér líka í djúp­ar pæl­ing­ar um list, frelsi og áhrif kapí­tal­isma. Hann lýs­ir því hvernig hann hef­ur alltaf viljað halda sjálf­stæði sínu sem listamaður: „Þetta er frelsi, það sem list á að vera er al­gjört total frelsi. Þess vegna er al­veg hræðilegt þegar þú læt­ur ein­hver markaðstrýni eiga þig. Ég á allt mitt nema helm­ing­inn af fyrstu plöt­unni okk­ar er 50/​50 á milli okk­ar og út­gef­and­ans,“ seg­ir hann.

Erp­ur gagn­rýn­ir hvernig lista­menn eru oft kúgaðir til að falla að vænt­ing­um markaðar­ins í stað þess að fylgja eig­in sann­fær­ingu.

Erpur og Bent.
Erp­ur og Bent. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Við búum í vest­rænni búbblu

Erp­ur tal­ar einnig með mikl­um til­finn­ing­um um áhrif pönk­s­ins á sig:

„Ég er alltaf verið rosa mik­ill pönk­ari. Hef orðið fyr­ir rosa­leg­um áhrif­um úr pönk­inu. Rottweiler er rosa­lega mikið pönk líka. Í pönk­inu seg­irðu hluti til að rífa upp í fólki.“

Þegar talið berst að ferðalög­um og dýra­lífi opn­ast önn­ur hlið á Erpi. Hann lýs­ir ferðalög­um sín­um til Kúbu, Mið-Aust­ur­landa og Afr­íku með ástríðu fyr­ir menn­ingu, plönt­um og dýr­um. Hann seg­ist vera heillaður af þjóðum sem hafa viðhaldið menn­ingu sinni þrátt fyr­ir ný­lendu­stefnu og kúg­un vest­rænna ríkja.

„Því við búum í búbblu, vest­rænni búbblu. Það er búið að ljúga stans­laust að okk­ur að okk­ar heims­mynd, þessi vest­ræna heims­mynd. Hún er í raun­inni bara mesta djöfla sýra, um leið og ein­hver próf­ar að fara ekki til Flórída eða Teneri­fe. Byrj­ar að fatta hvað mann­kynið er magnað, og þá meina ég mann­kynið,“ seg­ir hann ákveðinn.

Viðtalið end­ar á bjart­sýn­um nót­um þar sem Erp­ur tal­ar um mik­il­vægi þess að end­ur­næra sig, halda áfram að læra og reyna að sjá stærra sam­hengi lífs­ins. Hann tal­ar um ást sína á því að ferðast, kafa og synda – og hvernig það hjálp­ar hon­um að end­ur­heimta sjálf­an sig.

„Það er mik­il­vægt að fara eitt­hvað lengst í burtu til að finna sjálf­an sig aft­ur. Þegar sam­fé­lagið er með þér á leik­sviðinu þá er svo gott að fara eitt­hvað lengst út í rass­gat.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn hér fyr­ir neðan: 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda