Hvítir strigaskór eru klassík sem hafa að öllum líkindum komið sér vel fyrir í forstofuskápum margra. Í sumar þyrfti þó að rýmka til því það eru aðrir litir sem vilja taka pláss.
Litskrúðugir strigaskór eru það sem koma skal í sumar. Alls konar skemmtilegar litasamsetningar fá að njóta sín og ekki síst skæru litirnir, eins og heiðblár og skærbleikur. Appelsínugulur, rauður og gulur verður líka áberandi og eru margar litaútfærslur til í verslunum.
Það er kominn tími til að stíga aðeins út fyrir það sem venjulegt þykir og finna litagleðina.
Ljósfjólubláir strigaskór frá Golden Goose, fást í Mathildu og kosta 89.990 kr.
Gazelle-strigaskór frá Adidas, fást í Húrra Reykjavík og kosta 24.990 kr.
Svartir og kremaðir strigaskór frá Veja, fást í Andrá og kosta 24.990 kr.
Sægrænir og bleikir strigaskór frá New Balance, fást í Húrra Reykjavík og kosta 28.990 kr.
Gylltir strigaskór frá Phillipe Model, fást í Evu og kosta 54.995 kr.
Ljósbleikir strigaskór frá Golden Goose, fást í Mathildu og kosta 79.990 kr.
Appelsínugulir Adidas Gazelle strigaskór, fást í Húrra Reykjavík og kosta 24.990 kr.
Appelsínugulir skór frá New Balance, fást í Kaupfélaginu og kosta 21.995 kr.
Hvítir, kremaðir og bleikir strigaskór frá Veja. Fást í Andrá og kosta 24.990 kr.
Rauðir Adidas Gazelle skór, fást í Kaupfélaginu og kosta 24.995 kr.