Kveður Vogue eftir 37 ár

Anna Wintour er ein sú þekktasta innan tískuheimsins.
Anna Wintour er ein sú þekktasta innan tískuheimsins. AFP

Anna Wintour, rit­stjóri am­er­íska Vogue, hef­ur yf­ir­gefið stöðu sína hjá tíma­rit­inu eft­ir 37 ár. Wintour mun þó enn gegna hlut­verki sínu sem rit­stjóri yfir öllu efni hjá Conde Nast og sem alþjóðleg­ur rit­stjóri Vogue. Nú leit­ar tíma­ritið að arf­taka henn­ar hjá am­er­íska Vogue.

Þessi breyt­ing er í takt við þær breyt­ing­ar sem fyr­ir­tækið hef­ur verið í und­an­far­in ár en tíma­ritið inn­leiddi breyt­ing­ar á rit­stjórnar­upp­bygg­ingu um all­an heim og sam­einaði teymi um all­an heim.

Hlut­verk Wintour hef­ur stækkað á síðustu árum með þess­um breyt­ing­um. Nú hef­ur hún um­sjón yfir öll vörumerki Condé Nast á heimsvísu, sem eru til dæm­is Wired, Vanity Fair, GQ, AD, Condé Nast Tra­veler, Glamour, Bon Appé­tit, Tatler, World of In­ter­i­ors og Allure.

Wintour hef­ur verið lyk­ilmann­eskja í heimi tísk­unn­ar um ára­tugi. Í kvik­mynd­inni The Devil We­ars Prada var hlut­verk Meryl Streep sem hinn bein­skeytti rit­stjóri byggt á Wintour. 

Það verður spenn­andi að fylgj­ast með hver tek­ur við hlut­verki henn­ar hjá am­er­íska Vogue.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda