Sænskur miðjumaður í Vestra

Diego Montiel í treyju Varberg BoIS.
Diego Montiel í treyju Varberg BoIS. Ljósmynd/Varberg BoIS

Sænski miðjumaðurinn Diego Montiel hefur skrifað undir hjá Vestra. Félagið tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum.

Montiel, sem er 29 ára gamall, á leiki í 1. deild Svíþjóðar og Danmerkur. Hann lék síðast með Varberg BoIS í Svíþjóð en þar áður spilaði hann með Vendsyssel og Velje í Danmörku.

Þar að auki á Montiel leiki með sænska U17 ára landsliðinu og þar á meðal æfingaleik gegn Íslandi árið 2014.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka