Breytt landslaginu hér á landi

Breiðablik og Víkingur ætla sér langt.
Breiðablik og Víkingur ætla sér langt. mbl.is/Óttar

Breiðablik og Víkingur eiga hrós skilið fyrir að lyfta íslenskri knattspyrnu í karlaflokki á nýtt þrep. Liðin buðu upp á stórkostlega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þá hafa þau verið glæsilegir fulltrúar Íslands í Evrópukeppnum undanfarin tvö tímabil.

Metnaðurinn hjá báðum félögum er mikill og það segir allt sem segja þarf að þau voru bæði reiðubúin að reiða fram 20 milljónir króna fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Þau hafa breytt landslaginu hér á landi.

Bæði félög vilja meira og ná enn lengra. Þótt Víkingur hafi misst Gísla Gottskálk Þórðarson og Danijel Dejan Djuric eru menn stórhuga í Fossvoginum. Gylfi er kominn, ásamt Róberti Orra Þorkelssyni, Atla Þór Jónassyni, Daníel Hafsteinssyni, Sveini Margeiri Haukssyni og fleirum. Ljóst er að Víkingsliðið verður gríðarlega vel mannað á komandi tímabili.

Það verða Blikar hins vegar líka. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Anton Logi Lúðvíksson hafa allir samið við Breiðablik og bæta þeir leikmannahóp Íslandsmeistaranna til muna. Ísak Snær Þorvaldsson og Damir Muminovic eru horfnir á braut en hópurinn er sterkari nú en fyrir ári.

Bakvörðin má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert