Efnilegur FH-ingur skrifaði undir

Óttar Uni Steinbjörnsson verður áfram í Hafnarfirði.
Óttar Uni Steinbjörnsson verður áfram í Hafnarfirði. Ljósmynd/FH

Knattspyrnumaðurinn Óttar Uni Steinbjörnsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við uppeldisfélag sitt FH. Samningurinn gildir út tímabilið 2027.

Óttar Uni er 18 ára varnarmaður sem lék sína fyrstu leiki fyrir FH í Bestu deildinni á síðasta tímabili er hann kom við sögu í tveimur leikjum.

Tímabilið 2023 lék hann 14 leiki fyrir ÍH í 3. deild að láni frá FH og skoraði eitt mark í einum bikarleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert