Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann tekur við stöðunni af Páli Kristjánssyni en aðalfundur deildarinnar fór fram í gær. Páll sóttist ekki eftir endurkjöri.
Magnús er fyrrverandi alþingismaður, viðskiptafræðingur og íþróttafréttamaður. Hann er uppalinn KR-ingur og lék með liðinu á sínum tíma.
Ný stjórn knattspyrnudeildar KR:
Magnús Orri Marínarson Schram (formaður)
Baldur Stefánsson
Bjarki Pjetursson
Einar Örn Ólafsson
Guðlaug Jónsdóttir
Guðrún Ása Björnsdóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Haukur Ingi Guðnason
Hildur Margrét Nielsen
Indriði Sigurðsson