Magnús nýr formaður KR-inga

Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR.
Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR. mbl.is/Sigurður Bogi

Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann tekur við stöðunni af Páli Kristjánssyni en aðalfundur deildarinnar fór fram í gær. Páll sóttist ekki eftir endurkjöri.

Magnús er fyrrverandi alþingismaður, viðskiptafræðingur og íþróttafréttamaður. Hann er uppalinn KR-ingur og lék með liðinu á sínum tíma.

Ný stjórn knattspyrnudeildar KR:

Magnús Orri Marínarson Schram (formaður)
Baldur Stefánsson
Bjarki Pjetursson
Einar Örn Ólafsson
Guðlaug Jónsdóttir
Guðrún Ása Björnsdóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Haukur Ingi Guðnason
Hildur Margrét Nielsen
Indriði Sigurðsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert