Erum svo spenntar

Mackenzie Smith.
Mackenzie Smith. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Við erum svo spennt­ar. Við höf­um beðið lengi og okk­ur fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Mackenzie Smith, fyr­irliði Fram í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is.

Fram er nýliði í Bestu deild­inni í ár og leik­ur raun­ar í efstu deild í fyrsta sinn í 37 ár.

„Þetta er allt öðru­vísi. Við erum öll að reyna að und­ir­búa okk­ur eins vel og við get­um til þess að vera sem sam­keppn­is­hæf­ast­ar í ár,“ bætti Smith við, en hún var einnig fyr­irliði Fram þegar liðið hafnaði í öðru sæti í 1. deild á síðasta tíma­bili.

Spurð hvernig ástatt væri fyr­ir leik­manna­hópn­um þegar skammt er í að Besta deild­in hefji göngu sína í ár sagði Smith:

„Við erum ekki með mikið af meiðslum á þess­um tíma­punkti. Það eru fá­ein meiðsli hér og þar eins og eðli­legt er þegar við byrj­um að spila aft­ur.

En staðan er betri núna en um mitt síðasta tíma­bil til dæm­is. Það líta all­ir vel út og ættu að vera í lagi fyr­ir fyrsta leik. Sem bet­ur erum við ekki að glíma við nein al­var­leg meiðsli.“

Vilja lifa af í deild­inni

Hver eru mark­mið Fram­ara á tíma­bil­inu?

„Ég held að þau verði alltaf fólg­in í því að koma inn í deild­ina, gera vel og vinna leiki. Hvað okk­ur varðar vilj­um við veita bestu liðunum sam­keppni.

Við vilj­um vit­an­lega lifa af, halda okk­ur uppi og spila annað tíma­bil í þess­ari deild.“

Fram hafn­ar í 9. sæti sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is sem birt­ist í blaðinu sl. fimmtu­dag. Fram heim­sæk­ir Þrótt í Laug­ar­dal­inn í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar klukk­an 18 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert