Vil frekar halda hreinu en að skora

Sindri Þór Ingimarsson.
Sindri Þór Ingimarsson. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sindri Þór Ingimars­son varn­ar­maður Stjörn­unn­ar skoraði tvö mörk en var að von­um svekkt­ur þegar mbl.is talaði við hann eft­ir tap fyr­ir ÍBV, 3:2, í fjórðu um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu í Garðabæn­um í kvöld. 

Stjörnu­menn eru í sjötta sæti með sex stig eft­ir fyrstu fjóra leik­ina en gætu verið neðar eft­ir úr­slit kvölds­ins. 

Þetta voru fyrstu mörk Sindra Þórs í 70 leikj­um í deild­inni.

„Til­finn­ing­in er öm­ur­leg. Mér er al­veg sama hvort ég skora eða ekki, ég vil vinna leik­ina. Ég er óánægður með fyrri hálfleik­inn, við vor­um aðeins betri í seinni en heilt yfir slapp­ir í dag,“ sagði Sindri Þór. 

Kannski und­ar­legt að tapa þegar þú skor­ar tvö mörk?

„Já ég skora ekki oft. Það kom eitt um dag­inn í bik­arn­um og tvö í dag en eins og ég segi, frek­ar vil ég halda hreinu en að skora.“

Feng­um á okk­ur ódýr mörk

Hvað klikkaði þá aðallega í leik Stjörn­unn­ar í kvöld?

„Þeir voru yfir í bar­átt­unni í fyrri hálfleik og við unn­um ekki mörg ná­vígi, bæði fram­ar og aft­ar á vell­in­um. Því var auðvelt fyr­ir þá að leysa úr press­unni og fara í skynd­isókn.

Síðan fáum við á okk­ur ódýr mörk, sér­stak­lega fyrsta. Þriðja markið var síðan skynd­isókn. Við viss­um að Oli­ver Heiðars­son væri snögg­ur og átt­um erfitt með að eiga við hann.

Við hefðum viljað skora fleiri en þeir. Það er bara áfram gakk, næsti leik­ur, vinna hann.“

Næsti leik­ur Stjörn­unn­ar er ein­mitt gegn Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæ.

„Við mæt­um í Mos­fells­bæ þá, sem er spenn­andi. Aft­ur­eld­ing er skemmti­legt lið og við verðum að bæta í,“ bætti Sindri Þór við. Hann var síðar spurður út í bik­ar­drátt­inn sem er á miðviku­dag­inn en hafði alls enga óska­mót­herja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert