Eftir það var þetta ekki nógu gott

Sindri Þór Ingimarsson
Sindri Þór Ingimarsson Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sindri Þór Ingimars­son varn­ar­maður Stjörn­unn­ar var skilj­an­lega svekkt­ur eft­ir tap gegn Breiðabliki, 4:1, í Bestu deild­inni í fót­bolta í kvöld. Stjarn­an var með 1:0 for­skot fram að 70. mín­útu en Breiðablik skoraði fjög­ur mörk á síðustu 20 mín­út­un­um.

„Þeir sækja hratt á okk­ur þegar við töp­um bolt­an­um og vörn­in ekki 100 pró­sent eins og við vilj­um hafa hana. Þá fáum við á okk­ur eitt mark og þeir fá meðbyr. Eft­ir það er þetta ekki nógu gott og þeir skora mörk sem við vilj­um koma í veg fyr­ir,“ sagði hann við mbl.is og hélt áfram:

„Frammistaðan var mjög góð þar til þeir skora. Við feng­um fullt af fær­um í stöðinni 1:0, skjót­um í slána og kom­umst í fullt af góðum stöðum. Líka í stöðunni 1:1. Þetta voru fjög­ur augna­blik þar sem við vor­um ekki nógu klár­ir.“

Stjarn­an missti af tæki­færi til að sækja að toppliðunum í kvöld. Þess í stað er Garðabæj­arliðið enn að elta toppliðin.

„Það eru fullt af leikj­um eft­ir. Það er bikarleik­ur á þriðju­dag­inn, við ætl­um að vinna hann og halda áfram að standa okk­ur í deild­inni,“ sagði Sindri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert