Þetta er stór dagur fyrir Selfoss

Bjarni Jóhannsson í miðbænum í gær.
Bjarni Jóhannsson í miðbænum í gær. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Reynslu­bolt­inn Bjarni Jó­hanns­son, þjálf­ari karlaliðs Sel­foss í fót­bolta, er mjög ánægður með end­ur­komu at­vinnu­manns­ins Jóns Daða Böðvars­son­ar til fé­lags­ins.

Jón Daði skrifaði und­ir tveggja ára samn­ing við upp­eld­is­fé­lag sitt í miðbæn­um á Sel­fossi í gær en hann er kom­inn aft­ur eft­ir 13 ára fer­il í at­vinnu­mennsku.

Stór dag­ur fyr­ir Sel­foss

„Þetta er stór dag­ur fyr­ir Sel­foss og alla þá sem elska fót­bolta hérna. Þegar strák­ar koma til upp­eld­is­fé­lags­ins eft­ir far­sæl­an fer­il í at­vinnu­mennsku og hvað þá landsliði sýn­ir það mikla reisn. Hann ætl­ar að gefa fé­lag­inu sínu þá krafta sem hann á eft­ir,“ sagði Bjarni í sam­tali við mbl.is. 

Var það aðallega ástríðan fyr­ir Sel­fossi sem skilaði hon­um heim?

„Al­veg ör­ugg­lega. Það hef­ur blundað yfir hon­um í ein­hvern tíma að koma heim og þá hef­ur hug­ur­inn leitað hingað. Ætli það hafi ekki bara verið hjarta­lagið sem ákvað þetta fyr­ir hann, án þess ég viti það. 

Sel­foss er ört stækk­andi sam­fé­lag og það er frá­bært að búa hérna. Íþrótta­lífið hérna á Sel­fossi er magnað og knatt­spyrnu­deild­in er alltaf að stækka. 

Að fá svona þekkt­an mann heim í hérað er mik­il lyfti­stöng. Ekki bara að fá hann sem leik­mann held­ur líka karakt­er í skemmti­legt upp­byggj­andi sam­fé­lag hérna á Sel­fossi.“

Ást hans fyr­ir bæn­um

Reynd­ir þú að sann­færa Jón Daða að koma?

„Alls ekki. Hann vissi að hverju hann gekk hér og æfði með okk­ur í fyrra áður en hann fór út. Ég held að þetta sé fyrst og fremst hans karakt­er og ást fyr­ir Sel­foss sem skilaði hon­um hingað.“

Að fá Jón Daða er stórt fyr­ir sam­fé­lagið á Sel­fossi, en burt­séð frá því. Hvað vill Bjarni fá frá Jóni inni á vell­in­um?

„Ég ætla rétt að vona að hann skori ein­hver mörk fyr­ir okk­ur. Síðan vit­um við sem höf­um fylgst með Jóni í gegn­um tíðina að út­geisl­un hans og ósér­hlífni á vell­in­um fær fólk til að elska hann sem fót­bolta­mann.

Ef það gef­ur ekki ung­um leik­mönn­um hér á Sel­fossi inn­spýt­ingu þá yrði ég von­svik­inn. Hann ger­ir allt í kring­um sig betra.“

Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvars­son. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Karl

Jón Daði get­ur ekki spilað næstu tvo leiki fyr­ir Sel­foss þar sem fé­laga­skipt­in fara form­lega í gegn þegar sum­ar­glugg­inn opn­ar 17. júlí. 

Get­ur koma Jóns gefið liðinu auk­inn kraft í næstu leikj­um? 

„Það er ósk­andi en ég get ekki sagt það á þess­ari stundu fyrr en ég sé fram­an í leik­menn mína eft­ir þess­ar fregn­ir.“ 

„Við erum í ekk­ert sér­stök­um mál­um. Erum í fallsæti og fall­bar­áttu og leik­ur liðsins hef­ur verið upp og ofan. Ég hef ekki verið svo óhress með lung­ann úr leikj­un­um. Svo er oft þannig hjá liðum í fall­bar­áttu að bolt­inn fer í stöng­ina út en ekki stöng­ina inn. 

Von­andi verður bolt­inn stöng­in inn hjá okk­ur í þeim leikj­um sem eft­ir eru og þá verðum við all­ir glaðir,“ bætti Bjarni við spurður um gengi Sel­fyss­inga hingað til í 1. deild­inni en liðið er í ell­efta og næst­neðsta sæti með sjö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert