Sjónvarpsstjarna Rúv fékk búninginn hennar Glódísar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:51
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:51
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Ég fór á mótið á Englandi árið 2022 og bjóst við aðeins minna fólki hér en það er mjög gef­andi að sjá hversu marg­ir eru mætt­ir hérna til þess að styðja liðið,“ sagði Vil­hjálm­ur Hauks­son, sjón­varps­stjarna á Rúv, í sam­tali við mbl.is á stuðnings­manna­svæði ís­lenska kvenna­landsliðsins í fót­bolta í Thun í dag.

Ísland mæt­ir Finn­landi í upp­hafs­leik Evr­ópu­móts­ins 2025 sem fram fer í Sviss klukk­an 16 að ís­lensk­um tíma en liðin leika bæði í A-riðli keppn­inn­ar ásamt heima­kon­um í Sviss og Nor­egi.

„Við gerðum þrjú jafn­tefli á síðasta móti en ég er mjög bjart­sýnn. Stuðning­ur­inn gæti gert gæfumun­inn,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Fékk bún­ing­inn frá Gló­dísi

Vil­hjám­ur skartaði treyju frá landsliðsfyr­irlðanum Gló­dísi Perlu Viggós­dótt­ur á stuðnings­manna­svæðinu.

„Ég fékk þenn­an bún­ing frá Gló­dísi Perlu Viggós­dótt­ur. Hann hef­ur svo sann­ar­lega til­finn­inga­legt gildi,“ sagði Vil­hjálm­ur  meðal ann­ars.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin