This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Ég fór á mótið á Englandi árið 2022 og bjóst við aðeins minna fólki hér en það er mjög gefandi að sjá hversu margir eru mættir hérna til þess að styðja liðið,“ sagði Vilhjálmur Hauksson, sjónvarpsstjarna á Rúv, í samtali við mbl.is á stuðningsmannasvæði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í Thun í dag.
Ísland mætir Finnlandi í upphafsleik Evrópumótsins 2025 sem fram fer í Sviss klukkan 16 að íslenskum tíma en liðin leika bæði í A-riðli keppninnar ásamt heimakonum í Sviss og Noregi.
„Við gerðum þrjú jafntefli á síðasta móti en ég er mjög bjartsýnn. Stuðningurinn gæti gert gæfumuninn,“ sagði Vilhjálmur.
Vilhjámur skartaði treyju frá landsliðsfyrirlðanum Glódísi Perlu Viggósdóttur á stuðningsmannasvæðinu.
„Ég fékk þennan búning frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Hann hefur svo sannarlega tilfinningalegt gildi,“ sagði Vilhjálmur meðal annars.