Mourinho telur ten Hag hafa brugðist Sancho

Jose Mourinho
Jose Mourinho AFP

Erik ten Hag sendi Jadon Sancho í útlegð frá aðalliði Manchester United en enski kantmaðurinn hefur verið einn af bestu leikmönnum Evrópu á lánssamning hjá Borussia Dortmund eftir áramót.

Jose Mourinho var sérfræðingur í bresku sjónvarpi á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Real Madrid og Borussia Dortmund í kvöld. Þar var Portúgalinn spurður út í Sancho og ástæður þess að leikmaðurinn hafi ekki slegið í gegn á Old Trafford.

„Við þekkjum hæfileika hans innan vallar. Það er augljóst að drengurinn hefur gert mistök en það er einnig augljóst að knattspyrnustjórinn (ten Hag innsk.) náði ekki því besta út úr honum“.

Mourinho ræddi eigin reynslu af samskiptum við leikmenn og viðurkenndi að í einstaka tilfellum hafi hann ekki náð því besta úr góðum leikmanni.

„Ég reyndi að skilja eðli leikmannsins og hæfileika hans en stundum er hugarfari hans ábótavant. Yfirleitt eru fleiri en ein ástæða, þjálfarinn, leikmaðurinn, fjölskylda leikmanns og umboðsmaður ásamt félaginu“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert