Dan Ashworth hefur yfirgefið Manchester United sem yfirmaður knattspyrnumála eftir aðeins fimm mánuði í starfinu. The Athletic greinir frá þessu.
Samið var um brottför Ashworth á fundi með framkvæmdarstjóranum Omar Berrada á Old Trafford eftir 3:2-tap Manchester United gegn Nottingham Forest í gær.
Ashworth kom til félagsins í sumar en hann hafði áður verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle United.
Ashworth spilaði stórt hlutverk í félagaskiptaglugganum fyrir Manchester United en félagið sótti fimm leikmenn, Matthijs de Ligt, Noussair Mazraoui, Leny Yoro, Manuel Ugarte og Joshua Zirkzee, á rúmar 200 milljónir punda.