Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, vonar að INEOS, sem stjórnar daglegum rekstri félagsins, verði jafn miskunnarlaust þegar kemur að því að losa sig við leikmenn líkt og það hefur verið í að fækka starfsfólki hjá félaginu.
Man. United gaf það út um helgina að Dan Ashworth hefði látið af störfum eftir aðeins fimm mánuði hjá félaginu.
Í tilkynningunni sagði að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða en Ferdinand líkt og aðrir fyrrverandi leikmenn Man. United og núverandi sparkspekingar, þar á meðal Gary Neville, eru handvissir um að Ashworth hafi verið rekinn.
„Ég vona bara að þeir séu jafn vægðarlausir við þessa ömurlegu leikmenn sem eru þarna og þeir hafa verið við starfsfólk sem hefur unnið hjá félaginu árum saman.
Drullið þessum leikmönnum tafarlaust í burtu, strax!“ sagði Ferdinand í hlaðvarpi sínu Rio Presents.