Manchester-félögin berjast um markvörð

Diogo Costa og Bruno Fernandes gætu orðið samherjar með félagsliðinu …
Diogo Costa og Bruno Fernandes gætu orðið samherjar með félagsliðinu líka. AFP/Jonathan Nackstrand

Portú­galski markvörður­inn Di­ogo Costa er eft­ir­sótt­ur en hann leik­ur í heima­land­inu Porto. Á meðal fé­laga sem eru áhuga­söm um leik­mann­inn eru Manchester City og Manchester United.

The Mirr­or grein­ir frá að bæði Manchester-fé­lög vilji nýj­an aðal­markvörð fyr­ir næsta tíma­bil. André On­ana hef­ur ekki náð sér á strik með United og City vilji finna arf­taka Eder­sons, sem hef­ur verið aðal­markvörður liðsins til margra ára.

Costa er með klásúlu í samn­ingi sín­um sem ger­ir fé­lög­um kleift að kaupa hann á 63 millj­ón­ir punda. Mirr­or seg­ir að City sé á und­an í kapp­hlaup­inu, þar sem fé­lagið er bet­ur statt fjár­hags­lega en grann­ar sín­ir.

Markvörður­inn er 25 ára gam­all og hef­ur leikið með Porto all­an fer­il­inn. Þá hef­ur hann leikið 34 lands­leiki fyr­ir Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert