Vonast til þess að njóta eftir lokaflautið

Arne Slot faðmar Trent Alexander-Arnold. Mohamed Salah, Cody Gakpo og …
Arne Slot faðmar Trent Alexander-Arnold. Mohamed Salah, Cody Gakpo og Virgil van Dijk fylgjast með. AFP/Darren Staples

Arne Slot, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, seg­ir liðið átta sig á því að það hafi verk að vinna þegar Totten­ham Hot­sp­ur kem­ur í heim­sókn á An­field í ensku úr­vals­deild­inni á sunnu­dag.

Með sigri eða jafn­tefli trygg­ir Li­verpool sér enska meist­ara­titil­inn í 20. sinn í sögu fé­lags­ins.

„Það hvíl­ir mik­il ábyrgð á okk­ur og við höf­um enn verk að vinna. Ég vil biðja stuðnings­menn að láta ljós sitt skína og átta sig á hverju er þörf á.

Ég átta mig á vænt­ing­un­um sem fylgja því að stýra Li­verpool en ég er fyrst og fremst að hugsa um að klára þenn­an leik með sigri í stað þess að líta til titils­ins og stærri mynd­ar­inn­ar,“ sagði Slot á frétta­manna­fundi í dag.

Spurður hvort hann myndi njóta leiks­ins á sunnu­dag sagði Slot: „Að njóta er eitt­hvað sem þú ger­ir eft­ir að dóm­ar­inn hef­ur flautað til leiks­loka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert