Alexander-Arnold neitaði viðtölum

Trent Alexander-Arnold tekur í spaðann á Arne Slot stjóra liðsins.
Trent Alexander-Arnold tekur í spaðann á Arne Slot stjóra liðsins. AFP/Paul Ellis

Trent Al­ex­and­er-Arnold mætti ekki í viðtöl eft­ir að Li­verpool tryggði sér Eng­lands­meist­ara­titil­inn í knatt­spyrnu með sigri á Totten­ham, 5:1, á An­field í gær. 

Al­ex­and­er-Arnold, sem hef­ur verið í lyk­il­hlut­verki hjá Li­verpool und­an­far­in ár, er samn­ings­laus í sum­ar en hann hef­ur verið sterk­lega orðaður við spænska stór­veldið Real Madrid. 

Erfitt hef­ur verið fyr­ir fjöl­miðla að ná að tala við Al­ex­and­er-Arnold á tíma­bil­inu og í gær reyndi banda­ríska streym­isveit­an Peacock að fá hann í viðtal en fékk þau svör að hann myndi ekki mæta til neins fjöl­miðils. 

Marg­ir leik­menn Li­verpool fóru í viðtöl eft­ir leik en Al­ex­and­er-Arnold er vara­fyr­irliði liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert