Trent Alexander-Arnold mætti ekki í viðtöl eftir að Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sigri á Tottenham, 5:1, á Anfield í gær.
Alexander-Arnold, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Liverpool undanfarin ár, er samningslaus í sumar en hann hefur verið sterklega orðaður við spænska stórveldið Real Madrid.
Erfitt hefur verið fyrir fjölmiðla að ná að tala við Alexander-Arnold á tímabilinu og í gær reyndi bandaríska streymisveitan Peacock að fá hann í viðtal en fékk þau svör að hann myndi ekki mæta til neins fjölmiðils.
Margir leikmenn Liverpool fóru í viðtöl eftir leik en Alexander-Arnold er varafyrirliði liðsins.