Goðsögnin hættir eftir tímabilið

Christine Sinclair.
Christine Sinclair. Ljósmynd/Portland Thorns

Christine Sinclair, markahæsti leikmaður í sögu kvenna- og karla­landsliða í knatt­spyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Hún er 41 árs gömul og spilar með Portland Thorns í bandarísku NWSL-deildinni. Á síðasta ári spilaði hún sinn síðasta landsleik fyrir Kanada en hún skoraði 190 mörk fyrir landsliðið í 331 landsleik.

Sinclair hefur spilað með Portland frá 2013, ári eftir að liðið var stofnað, og félagið mun heiðra hana í lokaleik tímabilsins sem er gegn Angel City 2. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert