Óvænt tap Bayern

Leroy Sané skoraði mark Bayern.
Leroy Sané skoraði mark Bayern. AFP/Daniel Roland

Bayern München mátti þola óvænt tap gegn Mainz, 2:1, í efstu deild þýska fótboltans í dag.

Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee skoraði bæði mörk Mainz, það fyrra á 41. mínútu og það seinna á 60. mínútu. Leroy Sané náði að minnka muninn á 87. mínútu.

Bayern situr áfram á toppi deildarinnar með 33 stig, fjórum stigum á undan Bayer Leverkusen sem er í öðru sæti. Mainz er í sjötta sæti með 22 stig.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka