Aftur tap hjá Elísabetu

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar kvennalið Belgíu.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar kvennalið Belgíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Belgíska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, mátti sætta sig við annað tap sitt í röð í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Portúgal á heimavelli í kvöld.

Um var að ræða annan leik Elísabetar við stjórnvölinn en sá fyrsti, á föstudagskvöld, tapaðist fyrir Spáni á útivelli í fyrstu umferð riðilsins.

England og Spánn áttust svo við síðar í kvöld þar sem Englendingar unnu 1:0.

Portúgal er því á toppi riðilsins með fjögur stig líkt og England sæti neðar. Spánn er í þriðja sæti með þrjú stig og Belgía er án stiga á botninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert