Jesse Marsch, bandarískur þjálfari karlaliðs Kanada í knattspyrnu, skammast sín fyrir endurtekin ummæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að gera ætti Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna.
„Ef ég ætti að senda forseta okkar ein skilaboð þá er það að láta af þessari fráleitu orðræðu að Kanada ætti að verða 51. ríkið.
Sem Bandaríkjamaður skammast ég mín fyrir hrokann og lítilsvirðinguna sem við höfum sýnt einum elsta, sterkasta og trygga bandamanni okkar í sögunni.
Kanada er sterk, sjálfstæð þjóð sem státar sig í grunninn af velsæmd og er land sem metur siðferði og virðingu mikils ólíkt hinu skautaða, vanvirðandi og oft hatursfulla umhverfi sem er að finna í Bandaríkjunum,“ sagði Marsch á fréttamannafundi.
Hann lék tvo landsleiki fyrir Bandaríkin á sínum tíma og tók við þjálfun Kanada í maí á síðasta ári.