Boðar niðurgreiðslur fyrir efnaminna fólk

„Það eru mjög margar og mismunandi leiðir farnar í þessu erlendis,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.

Betri þjálfarar á Íslandi

Æfingagjöld á Íslandi eru dýr og hafa ekki allir foreldrar efni á því að senda börnin sín í íþróttir.

„Á Íslandi erum við með þetta frístundarkort sem er mjög flott,“ sagði Vésteinn.

„Æfingagjöldin á Íslandi eru dýrari því við erum með betri þjálfara hér en gengur og gerist. Ég er hrifinn af kerfinu hérna, þar sem við erum með vel menntaða þjálfara.

Það þarf hins vegar að taka tillit til minnihlutahópa og fólks af erlendum uppruna. Æfingagjöldin yrðu niðurgeidd út frá félagslegu umhverfi hverrar fjölskyldu fyrir sig,“ sagði Vésteinn meðal annars.

Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert