Landsliðsfyrirliðinn meiddur af velli

Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum við Svartfjallaland fyrr í þessum …
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum við Svartfjallaland fyrr í þessum mánuði. Ljósmynd/Alex Nicodim

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, fór meiddur af velli í leik með Al Orobah sem nú stendur yfir í Sádi-Arabíu.

Lið hans, Al Orobah, sækir þar heim lið Al Feiha og staðan er 0:0 í hálfleik. Jóhann þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 34. mínútu en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert