Fyrstu Evrópubikarstig Íslands í 15 ár

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á vetrarólympíuleikunum í Peking.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á vetrarólympíuleikunum í Peking. AFP

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, landsliðskona á skíðum, gerði sér lítið fyrir og skoraði sín fyrstu Evrópubikarstig í gær.

Þetta eru fyrstu Evrópubikarstig Íslands í 15 ár en það var Björgvin Björgvinsson sem skoraði þau í svigi í Crans Montana í Sviss árið 2009.

Hólmfríður tók þátt í tveimur brunmótum í Evrópubikarnum í St. Moritz í Sviss. Hún hafnaði í 29. sæti í fyrra mótinu og í 28. sæti í því seinna sem veitti henni 5 stig í stigakeppninni og skilaði henni í 69. sæti í heildarstigabikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka