Íslendingarnir úr leik á HM

Símon Elías Statkevicius var nálægt sínum besta tíma í dag.
Símon Elías Statkevicius var nálægt sínum besta tíma í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þrír Íslendingar luku keppni á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Búdapest í morgun.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir lenti í 8. sæti í sínum riðli og 44. sæti samtals í 50 m skriðsundi en hún synti á 25,28 sekúndum. 

Símon Elías Statkevicius lenti í 7. sæti í sínum riðli í 50 m skriðsundi á tímanum 21,98 sekúndum, sem er hársbreidd frá hans besta tíma sem er 21,93 sekúndur, en hann hafnaði í 39. sæti samtals.

Snorri Einarsson hafnaði í 39. sæti í 50 m bringusundi en hann synti á tímanum 27,07 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert