Sundmaðurinn og ólympíufarinn Antony James hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur stúlkum undir 16 ára aldri.
James keppti fyrir hönd Bretlands á Ólympíuleikunum á heimavelli í Lundúnum árið 2012. Hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað tveimur stúlkum undir lögaldri en lögaldurinn í Bretlandi er 16 ár.
Var hann handtekinn í janúar árið 2022 en hann var þá í lögreglunámi. James er 35 ára og keppti hann í 100 metra flugsundi á áðurnefndum Ólympíuleikum.