Konan sem ruddi maraþonbrautina fallin frá

Nina Kuscsik.
Nina Kuscsik. AFP/Elsa

Banda­ríkja­kon­an Nina Kuscsik, sem ruddi braut kvenna í maraþon­hlaupi, er lát­in 86 ára að aldri. Lést hún á sjúkra­húsi þann 8. júní síðastliðinn eft­ir langa bar­áttu við Alzheimer-sjúk­dóm­inn.

Kuscsik barðist lengi fyr­ir því að kon­ur fengju að keppa í lengri hlaup­um og fékk það loks í gegn árið 1972 þegar kon­um var form­lega leyft að skrá sig til keppni í Bost­on-maraþon­inu.

Að því var ekki að spyrja að hún vann Bost­on-maraþonið í flokki kvenna það ár.

Fimm árum áður hafði Kat­hrine Switzer lagt grunn­inn að því að Kuscsik gat rutt braut­ina og tekið þátt í maraþon­inu án þess að kon­ur væru form­lega leyfðar. Var það því í óþökk karl­kyns skipu­leggj­enda og þátt­tak­enda, sem marg­ir hverj­ir réðust að Switzer er hún var við keppni í maraþon­inu 1967.

Kuscsik var af­burða íþrótta­kona en hún varð rík­is­meist­ari í New York í þrem­ur öðrum íþrótt­um; hjól­reiðum, skauta­hlaupi og hjóla­skauta­hlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert