Mikael Aron er kominn í úrslit í Svíþjóð

Mikael Aron Vilhelmsson er kominn áfram í úrslit.
Mikael Aron Vilhelmsson er kominn áfram í úrslit. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Mika­el Aron Vil­helms­son er kom­inn áfram í úr­slit efstu 16 á HM ung­menna í keilu sem fram fer í Hels­ings­borg í Svíþjóð um þess­ar mund­ir. 

Á mót­inu keppa dreng­ur og stúlka frá flest­um aðild­ar­lönd­um Alþjóðasam­bands keil­unn­ar en frá Íslandi keppa Íslands­meist­ar­arn­ir Mika­el Aron og Oli­via Cl­ara Stein­unn Lindén. 

Mika­el Aron kom sér upp í ell­efta sæti undan­keppn­inn­ar í dag en alls voru leikn­ar þrjár sex leikja rimm­ur í undan­keppn­inni. Mika­el Aron endaði með 219 stig að meðaltali. 

Olivia Clara Steinunn Lindén.
Oli­via Cl­ara Stein­unn Lindén. Ljós­mynd/​Keilu­sam­band Íslands

Oli­via endaði í 28. sæti undan­keppn­inn­ar. Hún fékk 174,5 stig að meðaltali en 189 stig þurfti til að ná í 16-manna úr­slit. 

Í 16-liða úr­slit­un­um verður leikið maður á mann og fara alls átta kepp­end­ur áfram. Mótið verður síðan klárað á laug­ar­dag­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert