Tómas komst áfram

Tómas Eiríksson Hjaltested.
Tómas Eiríksson Hjaltested. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylf­ing­ur­inn Tóm­as Ei­ríks­son Hjaltested tryggði sér sæti í 64 manna úr­slit­um Opna breska áhuga­manna­móts­ins í golfi sem er nú í gangi á Englandi. Af sex ís­lensk­um kylf­ing­um var Tóm­as sá eini sem komst áfram.

Tóm­as var frá­bær á fyrri hring en hann lék á 69 höggi, eða þrem­ur und­ir pari. Gott gengi Tóm­as­ar hélt áfram á öðrum degi en hann lék seinni hring sinn á 71 höggi, ein­um yfir pari.

Í 64 manna úr­slit­um mun Tóm­as mæta hinum franska Paul Beau­vy. Þetta mun vera hörku­viður­eign, Beau­vy lék hring­ina tvo á sex högg­um und­ir pari.

Logi Sig­urðsson rétt missti af sæti í 64-manna úr­slit­um en hann datt út í bráðabana þar sem 24 kylf­ing­ar léku um fimm laus sæti í út­slátt­ar­hluta móts­ins.

Gunn­laug­ur Árni Sveins­son hafnaði jafn í 105. sæti móts­ins og Veig­ar Heiðars­son endaði jafn í 155. sæti.

Dag­bjart­ur Sig­urðsson endaði jafn í 183. sæti og Guðjón Frans Hall­dórs­son endaði jafn í 206. sæti.

F.v. Tómas, Dagbjartur, Veigar, Logi, Guðjón og Gunnlaugur.
F.v. Tóm­as, Dag­bjart­ur, Veig­ar, Logi, Guðjón og Gunn­laug­ur. Ljós­mynd/​Golf­sam­band Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert