Kylfingurinn Tómas Eiríksson Hjaltested tryggði sér sæti í 64 manna úrslitum Opna breska áhugamannamótsins í golfi sem er nú í gangi á Englandi. Af sex íslenskum kylfingum var Tómas sá eini sem komst áfram.
Tómas var frábær á fyrri hring en hann lék á 69 höggi, eða þremur undir pari. Gott gengi Tómasar hélt áfram á öðrum degi en hann lék seinni hring sinn á 71 höggi, einum yfir pari.
Í 64 manna úrslitum mun Tómas mæta hinum franska Paul Beauvy. Þetta mun vera hörkuviðureign, Beauvy lék hringina tvo á sex höggum undir pari.
Logi Sigurðsson rétt missti af sæti í 64-manna úrslitum en hann datt út í bráðabana þar sem 24 kylfingar léku um fimm laus sæti í útsláttarhluta mótsins.
Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði jafn í 105. sæti mótsins og Veigar Heiðarsson endaði jafn í 155. sæti.
Dagbjartur Sigurðsson endaði jafn í 183. sæti og Guðjón Frans Halldórsson endaði jafn í 206. sæti.