Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs þýska handknattleiksfélagsins Gummersbach, er búinn að fá sig fullsaddan af svikahrapp sem hefur þóst vera Guðjón Valur á samfélagsmiðlum og er að svíkja peninga af fólki.
Guðjón Valur, sem er einn besti handknattleiksmaður Íslandssögunnar, var til viðtals hjá þýska fréttamiðlinum BILD en svikahrappur hefur búið til aðgang á Facebook þar sem hann þykist vera Guðjón Valur.
Þar er svikahrappurinn að bjóða upp á eiginhandaráritanir með Guðjóni Val sem og hittinga með leikmönnum í skiptum fyrir fé. Margir hafa fallið í þá gildru samkvæmt BILD.
„Við höfum verið að reyna berjast gegn þessu í marga daga og vikur. Þá höfum við einnig tilkynnt reikninginn til Facebook,
Við erum núna alveg ráðalausir og hjálparvana þar sem við getum ekkert gert án hjálpar.
Það er sérstaklega slæmt þegar við heyrum að viðkomandi sé að reyna græða pening með því að selja hittinga með leikmönnum á mínu nafni. Það skaðar einnig félagið,“ sagði Guðjón Valur.