Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig þurftu að þola tap gegn Kiel, 28:32, í efstu deild þýska handboltans í dag.
Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson áttu báðir góðan leik fyrir Leipzig. Þeir skoruðu fjögur mörk hvor en Viggó lagði einnig upp þrjú mörk.
Leipzig situr í 12. sæti deildarinnar með 12 stig. Kiel er í fjórða sæti með 22 stig.