Nóg af íslenskum mörkum í Noregi

Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson.
Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson. Ljósmynd/Kolstad

Íslendingarnir létu að sér kveða fyrir Kolstad þegar liðið vann góðan sigur gegn Bergen, 36:31, í norsku úrvalsdeild karla í handbolta.

Arnór Snær Óskarsson var markahæstur Íslendinganna fyrir Kolstad með fjögur mörk. Samherjar hans Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk og Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö. Sigvaldi Björn Guðjónsson komst ekki á blað.

Kolstad er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig, tveimur stigum á eftir Elverum á toppnum.

Dagur Gautason skoraði tvö mörk fyrir Arendal í naumu tapi gegn Sandnes, 29:28, í dag.

Arendal er í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka