Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar hans í Sporting unnu sterkan sigur á Íslendingaliði Fredericia, 32:29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lissabon í kvöld.
Með sigrinum fór Sporting upp í annað sæti riðilsins sem gefur beint sæti í átta liða úrslitum.
Orri Freyr skoraði fjögur mörk fyrir Sporting í kvöld og var þriðji markahæsti leikmaður liðsins.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki fyrir Fredericia, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar.