Raðar áfram inn mörkum en staðan erfið

Arnar Birkir Hálfdánsson er að gera góða hluti í Svíþjóð.
Arnar Birkir Hálfdánsson er að gera góða hluti í Svíþjóð. mbl.is/Hari

Arnar Birkir Hálfdánsson var einu sinni sem áður á meðal markahæstu manna hjá Amo þegar liðið tapaði með minnsta mun fyrir Malmö, 32:33, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Amo er í 12. sæti af 14 liðum, sjö stigum frá öruggu sæti þegar aðeins fjórar umferðir eru óleiknar og fer því að öllum líkindum í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Arnar Birkir var næstmarkahæstur í leiknum í kvöld með sex mörk.

Einar Bragi Aðalsteinsson komst ekki á blað hjá Kristianstad sem vann öruggan heimasigur á Hammarby, 36:28.

Kristianstad er í þriðja sæti og er langt komið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert