Fram í úrslit eftir spennuleik

Hildigunnur Einarsdóttir skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Hildigunnur Einarsdóttir skýtur að marki í leiknum í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram varð rétt í þessu fyrra liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta með sigri á Val, 22:20, í undanúrslitum á Ásvöllum. Fram mætir annað hvort Gróttu eða Haukum í úrslitum á laugardag.

Fram byrjaði mun betur og komst í 3:0. Skoraði Valur ekki fyrsta markið sitt fyrr en á áttundu mínútu. Fram komst svo í 5:1 og Valsliðið var í miklu basli í sóknarleiknum á meðan Darija Zecevic varði vel í marki Fram.

Þá kom góður kafli hjá Val, sem minnkaði muninn í 5:4 og jafnaði síðan í 9:9 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Valur komst yfir í kjölfarið og var með eins marks forystu í hálfleik, 11:10.

Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst í 13:12 í upphafi hans. Framarar héldu áfram að bæta í og var munurinn þrjú mörk, 17:14, þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Valskonum gekk illa að minnka þann mun næstu mínútur og var staðan 20:17 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Valur neitaði að gefast upp og var munurinn eitt mark, 20:19, þegar fimm mínútur voru eftir.

Thea Imani Sturludóttir jafnaði svo í 20:20 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Karen Knútsdóttir kom Fram í 21:20 í næstu sókn og Lena Margrét Valdimarsdóttir gulltryggði tveggja marka sigur í blálokin.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Grótta 9:11 Haukar opna
24. mín. Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark

Leiklýsing

Fram 22:20 Valur opna loka
60. mín. Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot Frá Ölfu. 30 sekúndur eftir!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert