Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, verður í leikmannahópi Veszprém frá Ungverjalandi í kvöld í fyrsta skipti frá því hann meiddist á HM í síðasta mánuði.
Ungverska liðið mætir þá franska stórliðinu París SG á útivelli í A-riðli Meistaradeildarinnar. Veszprém er í toppsæti riðilsins með fullt hús stiga eftir 12 umferðir. PSG er í 3. sæti með 16 stig.
Veszprém hefur verið á miklu flugi og unnið tólf leiki í röð í öllum keppnum.