Skil ákvörðun Gústa

Hafdís Renötudóttir fagnar markvörslu.
Hafdís Renötudóttir fagnar markvörslu. mbl.is/Eyþór

Ágúst Jóhannsson hættir þjálfun kvennaliðs Vals í handbolta til að taka við karlaliðinu eftir tímabilið og Anton Rúnarsson tekur við kvennaliðinu. Aðalþjálfarinn skiptir ekki endilega mestu máli fyrir markverði.

„Gústi tekur þessa ákvörðun og ég skil það. Hann er búinn að vera lengi í þessari stöðu og vill prófa eitthvað nýtt. Mér líst ágætlega á framhaldið. Þetta breytir samt ekki öllu fyrir mig því ég vinn mun meira með Bubba [Hlyni Morthens] markvarðarþjálfara.

Ég er ekkert að spá í neinum kerfum. Að vera í marki er aðeins eins og að vera í annarri íþrótt. Mér líst samt vel á framhaldið,“ sagði Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörðurinn í liði Vals, í samtali við Morgunblaðið.

Ítarlegt viðtal við Hafdísi má nálgast á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert