Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, er orðinn formaður handknattleiksdeildar FH.
Hann tekur við af Ásgeiri Jónssyni sem hefur verið formaður deildarinnar undanfarin ellefu ár en gefur nú kost á sér í kjöri varaformanns Handknattleikssambands Íslands.
Ágúst er 37 ára gamall og féll út af þingi í kosningunum í vetur en þar var hann þingmaður Suðvesturkjördæmis árin 2021-2024.
Hann var markvörður í knattspyrnu og lék með FH upp í 2. flokk, síðan með Val í 2. flokki og með Haukum, ÍR og KH í meistaraflokki.