Millimeter til eða frá

Gunnar Magnússon svekktur á hliðarlínunni í kvöld.
Gunnar Magnússon svekktur á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Karítas

Gunn­ar Magnús­son var svekkt­ur með tapið í kvöld gegn Val í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í hand­bolta en á sama tíma gríðarlega stolt­ur af sínu liði þegar mbl.is ræddi við hann strax eft­ir leik og spurði hann hverju munaði á tapi og sigri í kvöld:

„Þetta er ein­hver milli­meter til eða frá. Eitt mark í lok­in sem þeir skora og við ekki. Þetta er eitt­hvað eitt atriði sem mun­ar um. Það er ekk­ert sem sker á milli þess­ara liða í kvöld en það féll þeirra meg­in sem er ógeðslega svekkj­andi. En að sama skapi er ég ofboðslega stolt­ur af strák­un­um sem sýndu mik­inn karakt­er að fara í gegn­um alla þessa skafla. Ég er ótrú­lega ánægður með þá.“

Aft­ur­eld­ing er betra liðið í fyrri hálfleik og þið farið með 4 marka for­skot. En þið spilið seinni hálfleik­inn án Birg­is Steins Jóns­son­ar. Munaði mikið um hann?

„Já, þetta er okk­ar lyk­ilmaður og þetta var slysa­legt at­vik, þetta rauða spjald. Þetta er erfitt at­vik að eiga við því hann fær leik­mann­inn á svo svaka­leg­um hraða á sig að það þarf mjög lítið til að þetta líti illa út. Ekk­ert við þessu að segja, en mjög slæmt að missa hann. En á sama tíma unnu hinir strák­arn­ir vel úr þessu og stigu upp. Við vor­um hárs­breidd frá því að klára þetta.“

Ein­ar Bald­vin er með 11 varða bolta í fyrri hálfleik en tvo í seinni. 13 skot í heild­ina er alls ekki slæmt en veistu af hverju það er svona mik­ill mun­ur á fyrri og seinni hálfleik hjá hon­um?

„Ég les þannig í þetta að vörn­in datt niður í seinni hálfleik hjá okk­ur og Vals­menn fengu betri færi. Bjarni í Sel­vindi og Monsi stigu rosa­lega upp hjá þeim og fengu betri færi en í fyrri hálfleik og þá eru mín­ir markverðir að taka á móti erfiðari skot­um til að verja. Vörn og markvarsla helst rosa­lega í hend­ur.“

Já­kvæði punkt­ur­inn hlýt­ur samt vænt­an­lega að vera sá að þið eruð nær því að vinna Val á Hlíðar­enda held­ur en Val­ur að vinna Aft­ur­eld­ingu að Varmá.

„Jú, og nú er það bara næsti leik­ur að Varmá og þetta er hörku ein­vígi og það var vitað að þetta yrði stál í stál. Við jöfn­um okk­ur bara núna og mæt­um í næsta leik. Við erum ekk­ert hætt­ir. Þetta eru tvö frá­bær lið og við þurf­um að vinna næsta leik. Það seg­ir sig sjálft. Það munaði ótrú­lega litlu í kvöld. Þetta var bara milli­meter til eða frá,“ sagði Gunn­ar í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert