Færeyingar í undanúrslit á HM

Óli Mittún reynir skot að marki Slóvena í leiknum í …
Óli Mittún reynir skot að marki Slóvena í leiknum í kvöld. Ljósmynd/IHF

Fær­ey­ing­ar brutu blað í hand­bolta­sög­unni í kvöld þegar karlalið þeirra tryggði sér sæti í undanúr­slit­um heims­meist­ara­móts U21 árs landsliða í Póllandi með því að sigra Slóven­íu, 35:33.

Þetta er í fyrsta skipti sem Fær­ey­ing­ar kom­ast svona langt á heims­meist­ara­móti en liðið fylg­ir eft­ir frá­bær­um ár­angri sín­um fyr­ir tveim­ur árum þegar það komst í fyrsta skipti í átta liða úr­slit móts­ins.

Isak Vedels­böl var að þessu sinni marka­hæst­ur hjá Fær­ey­ing­um með 10 mörk en Óli Mit­tún, sem hef­ur farið mik­inn á mót­inu, skoraði sex mörk að þessu sinni. Al­eks­and­ar Lacok átti stór­leik í marki Fær­ey­inga og var val­inn maður leiks­ins.

Fær­ey­ing­ar mæta Portú­göl­um í undanúr­slit­um móts­ins annað kvöld en Dan­mörk og Svíþjóð eig­ast við í hinum leikn­um.

Hvort sem fær­eyska liðið vinn­ur eða tap­ar gegn Portú­göl­um mun það mæta Norður­landaþjóð í úr­slita­leik um gull eða  brons, jafn­vel sjálfri herraþjóðinni Dan­mörku.

Sví­ar unnu Þjóðverja, 32:26, í hinum leik átta liða úr­slit­anna í kvöld.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert