Valur gerði frábæra ferð til Keflavíkur og vann þar heimakonur 77:73, í æsispennandi leik í 19. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, í efri hluta deildarinnar, í kvöld.
Valur er áfram í fimmta sæti en nú með 18 stig. Keflavík er sæti ofar með 24 stig.
Valur virtist ætla að eiga náðugt kvöld þegar tekið er mið af stöðunni í hálfleik. Valur var 23 stigum yfir, 47:23.
Í síðari hálfleik blésu Keflvíkingar hins vegar í herlúðra, völtuðu yfir gestina og voru komnir yfir þegar skammt var liðið af fjórða leikhluta.
Keflavík náði nokkrum sinnum fimm stiga forystu áður en Val tókst að jafna metin í 71:71 þegar tæpar þrjár mínútur lifðu leiks.
Á lokasprettinum reyndist Valur svo sterkari og sigldi að lokum fjögurra stiga sigri í höfn.
Hjá Val voru Alyssa Cerino og Jizelle Thomas stigahæstar með 18 stig hvor. Cerino tók auk þess níu fráköst og gaf sex stoðsendingar og Thomas bætti við fimm fráköstum.
Stigahæst í leiknum var Jasmine Dickey með 30 stig og sjö fráköst fyrir Keflavík.
Blue-höllin, Bónus deild kvenna, 26. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 4:4, 4:10, 10:14, 17:21, 22:26, 24:34, 24:41, 24:45, 31:49, 41:50, 48:55, 55:57, 64:59, 69:66, 71:71, 73:77.
Keflavík: Jasmine Dickey 30/7 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 12, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Thelma Dís Ágústsdóttir 8, Sara Rún Hinriksdóttir 5/9 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Agnes María Svansdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 2.
Fráköst: 17 í vörn, 7 í sókn.
Valur: Alyssa Marie Cerino 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 18/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Sara Líf Boama 10/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/8 fráköst, Anna Maria Kolyandrova 5.
Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Elías Karl Guðmundsson.
Áhorfendur: 98