Njarðvík vann sterkan sigur á Þór frá Akureyri, 93:80, þegar liðin áttust við í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í efri hluta deildarinnar í Njarðvík í kvöld.
Njarðvík er áfram í öðru sæti deildarinnar en nú með 28 stig og Þór er enn í þriðja sæti með 24 stig.
Njarðvík lagði grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta er liðið komst tíu stigum yfir, 26:16. Munurinn var ellefu stig, 48:37, að fyrri hálfleik loknum.
Í síðari hálfleik juku Njarðvíkingar forystuna eftir því sem leið á leikinn, gáfu aðeins eftir undir blálokin en unnu að endingu 13 stiga sigur.
Paulina Hersler var stigahæst hjá Njarðvík með 28 stig og níu fráköst. Brittany Dinkins bætti við 26 stigum, tíu fráköstum og níu stoðsendingum.
Stigahæst í leiknum var Amandine Toi með 31 stig fyrir Þór.
IceMar-höllin, Bónus deild kvenna, 26. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 7:4, 13:12, 23:14, 26:16, 30:23, 35:30, 40:34, 48:37, 52:42, 58:44, 61:50, 66:56, 77:58, 83:62, 85:71, 93:80.
Njarðvík: Paulina Hersler 28/9 fráköst/3 varin skot, Brittany Dinkins 26/10 fráköst/9 stoðsendingar, Emilie Sofie Hesseldal 12/10 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 10, Krista Gló Magnúsdóttir 9, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2.
Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.
Þór Ak.: Amandine Justine Toi 31, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 15, Madison Anne Sutton 11/12 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 8/5 fráköst, Esther Marjolein Fokke 7, Natalia Lalic 5, Hanna Gróa Halldórsdóttir 3/5 fráköst.
Fráköst: 15 í vörn, 17 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson, Dominik Zielinski.
Áhorfendur: 103