Ólympíumeistararnir töpuðu í úrslitum

Toko Koga, sem skoraði sigurmarkið, og Lynn Biyendolo eigast við …
Toko Koga, sem skoraði sigurmarkið, og Lynn Biyendolo eigast við í nótt. AFP/Orlando Ramírez

Japan gerði sér lítið fyrir og sigraði ólympíumeistara Bandaríkjanna, 2:1, í úrslitum She Believes-mótsins en leikið var í San Diego í Kaliforníu í nótt.

Yuka Momiki kom Japan yfir strax á 2. mínútu en Ally Sentnor jafnaði á 14. mínútu og voru hálfleikstölur 1:1.

Japan byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og komst í 2:1 á 50. mínútu með marki frá Toko Koga og þar við sat.

Kólumbía vann Ástralíu, 2:1, í hinum leik lokaumferðarinnar. Japan fékk 9 stig, Bandaríkin 6, Kólumbía 3 og Ástralía ekkert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert