Fengum það besta úr báðum heimum

Justin James á vítalínunni í kvöld. Hann átti frábæran leik.
Justin James á vítalínunni í kvöld. Hann átti frábæran leik. mbl.is/Karítas

Kjart­an Atli Kjart­ans­son, þjálf­ari Álfta­ness, var eðli­lega mjög sátt­ur eft­ir sig­ur á Tinda­stóli í öðrum leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta. Með sigr­in­um jafnaði Álfta­nes met­in í ein­víg­inu í 1:1.

„Ég er bara ótrú­lega ánægður með hvernig liðið var og hvernig strák­arn­ir voru und­ir lok leiks­ins. Þeir héldu haus á erfiðum augna­blik­um og héldu sér inni í mó­ment­inu. Það er það sem stend­ur up­p­úr akkúrat núna.“

Leik­ur­inn var hníf­jafn all­an tím­ann og réðist ekki fyrr en á loka­and­ar­tök­um leiks­ins. Bar­átt­an í báðum liðum var gríðarleg og virt­ist það vera hún sem skilaði sigr­in­um fyr­ir Álfta­nes.

„Það var rosa vilji í báðum liðum og þetta var al­vöru úr­slita­keppn­is­leik­ur. Þá eru lít­il augna­blik hér og þar sem skipta svo mikl­um sköp­um, að skutla sér á bolt­ann, ná að slá hann til hliðar og að vera kannski ekki al­veg í ná­kvæmu leikplani alltaf. Menn þurfa bara stund­um að taka ákv­arðanir með hjart­anu.

Það voru samt sem áður líka mörg augna­blik þar sem körfu­bolta­leg gæði skinu í gegn eins og stór skot sem féllu báðu meg­in. Þetta var blanda af báðu og ég held að við höf­um fengið það besta úr báðum heim­um.“

Þegar allt var í járn­um í fjórða leik­hluta virt­ist Dimitri­os Agra­van­is, leikmaður Tinda­stóls, brjóta af sér á fjór­um vill­um. Vill­an var þó ekki dæmd og í kjöl­farið setti hann niður þrjár þriggja stiga körf­ur í röð.

„Frá mínu sjón­ar­horni leit þetta út fyr­ir að vera villa en dóm­ar­arn­ir ná ekki öllu réttu svo við verðum bara að treysta þeim fyr­ir þessu. Kannski var þetta rétt hjá þeim, ég er mjög hlut­dræg­ur.“

Í miðju viðtali sem fram fór á gang­in­um fyr­ir fram­an bún­ings­klefa liðanna mættu stuðnings­menn Álfta­ness og byrjuðu að syngja af krafti, rétt við bún­ings­klefa Tinda­stóls. Þess­ir um­ræddu stuðnings­menn voru al­gjör­lega magnaðir all­an leik­inn og studdu dug­lega við liðið, ásamt öðrum Álft­nes­ing­um sem mættu.

„Þetta er geggjað. Ég er al­inn upp hérna í Sjáv­ar­göt­unni, fór í Álfta­nesskóla, kenndi í Álfta­nesskóla og var að þjálfa í yngri flokk­un­um. Að horfa á þetta verða til er geggjað, við höld­um bara áfram.“

Á loka­mín­út­un­um þegar allt var und­ir fóru mörg víta­skot for­görðum hjá báðum liðum, en sér­stak­lega Álft­nes­ing­um.

„Maður and­ar bara. Þetta er bara svona. Ég er alltaf bara ánægður þegar menn koma sér á lín­una, það er það eina sem ég bið um. Allt annað er í hönd­um körfu­boltaguðanna og þeir hafa sinn vilja, veg­ir þeirra eru órann­sak­an­leg­ir.“

Fyrsta leik liðanna á Sauðár­króki lauk ekki vel fyr­ir Álft­nes­inga en Tinda­stóll vann þar sann­fær­andi sig­ur. Næsti leik­ur liðanna er ein­mitt þar á þriðju­dag­inn.

„Við horfðum á síðasta leik og vor­um ósátt­ir með sjálfa okk­ur. Við erum að fara á erfiðan úti­völl en erum til­bún­ir í það. Við þurf­um að mæta með meiri ákefð og vera til­bún­ir að mæta ork­unni í Stól­un­um. Þá verður þetta bara eins og í kvöld, 50/​50 leik­ur.“

Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness.
Kjart­an Atli Kjart­ans­son þjálf­ari Álfta­ness. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert