Svissneska UBS komið með yfir 5% í Marel

Árni Sigurðsson forstjóri Marel og Brian Deck forstjóri JBT
Árni Sigurðsson forstjóri Marel og Brian Deck forstjóri JBT Samsett mynd

UBS Group í Sviss tilkynnir að þeir séu komnir með yfir 5% í Marel. Væntanlega er það þó fyrir hönd viðskiptavina. 

Alls heldur UBS Group á tæplega 40,7 milljónum hluta (um 5,28% eignarhlut) í Marel sem er yfir 25,8 milljarðar króna að markaðsvirði.

Áhugaverðir dagar eru framundan fyrir hluthafa Marel og JBT enda rennur samþykkisfrestur JBT í Marel út kl. 12.00 þann 20. desember.

Samþykkir hluthafar geta valið að fá, í skiptum fyrir hvern hlut í Marel, eitt af eftirfarandi:

(1) 3,60 evrur í reiðufé;
(2) 0,0265 hluti í JBT, og 1,26 evrur í reiðufé; eða
(3) 0,0407 hluti í JBT.

Yfir 400 milljóna viðskipti hafa verið með bréf Marel á íslenska markaðnum í dag og gengi þegar þetta er ritað 634 krónum á hlut. 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að flestir hluthafar Marel samþykki leið 3 og fái bréf í JBT. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK