Leggur áherslu á sjálfbærni og arfleifð sjávarútvegs

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:49
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:49
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, flutti í dag ávarp á kynn­ingu á veg­um Icelandic Sea­food í Tókýó þar sem hún lagði ríka áherslu á mik­il­vægi hafs­ins í menn­ingu og sjálfs­mynd Íslend­inga, auk þess sem hún kallaði eft­ir sam­eig­in­legri ábyrgð á að vernda heil­brigði hafs­ins fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Halla sagði sjáv­ar­út­veg­inn samof­inn sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar og ít­rekaði virðingu Íslend­inga fyr­ir haf­inu og þeim auðlind­um sem þar er að finna.

For­set­inn er stadd­ur í Jap­an til að sækja Heims­sýn­ing­una í Osaka, Expo 2025, sem hófst 13. apríl og stend­ur yfir til 13. októ­ber 2025.

Í ræðu sinni lagði for­set­inn einnig áherslu á nafn Icelandic Sea­food og benti á að þar sé vísað með skýr­um hætti til Íslands. Með því und­ir­striki fyr­ir­tækið gæði og heiðarleika, eig­in­leika sem séu jafn­framt tengd­ir ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi.

Halla vék einnig að mik­il­vægi Jap­ans sem lyk­il­markaðar fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og minnt­ist á langvar­andi og traust viðskipta­sam­band land­anna á þessu sviði.

Að lok­um dró for­set­inn fram þá já­kvæðu þróun sem hef­ur átt sér stað í auk­inni þátt­töku kvenna í sjáv­ar­út­vegi, bæði á Íslandi og víðar. Hún sagði fjöl­breytta for­ystu skipta sköp­um fyr­ir sjálf­bæra framtíð grein­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK