This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Umræðan um svokallað „gigg-hagkerfi“ og verktakavinnu verður sífellt háværari. Eitt af þeim fyrirtækjum sem nýtt hafa sér þetta fyrirkomulag er heimsendingarþjónustufyrirtækið Wolt. Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt, er nýjasti gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is.
Spurður hvernig hann bregðist við gagnrýni á gigg-hagkerfið segir Jóhann að hann vilji einungis taka samtalið.
„Líkt og við erum að gera núna með þessu spjalli. Við viljum upplýsa fólk um hvernig Wolt vinnur og að við leggjum okkur fram við að fylgja reglum. Við segjum engum sendli fyrir verkum, hann hefur sitt val og frelsi til að gera það sem hann vill innan okkar reglna,“ segir Jóhann og bætir við að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi hitt fulltrúa ASÍ oftar en einu sinni til að ræða þessi mál.
„Það er fullt af fólki sem kýs að vinna svona eða utan þessa hefðbundna ráðningarsambands sem við þekkjum,” segir Jóhann.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: